Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júní 2018 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Myndir: Hér spilar Ísland við Króatíu á morgun
Icelandair
Rostov leikvangurinn.
Rostov leikvangurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Króatía mætast á leikvangi Rostov, Rostov Arena í Rostov við Don klukkan 18:00 á morgun.

Völlurinn tekur 43,472 áhorfendur á Heimsmeistaramótinu en í rússnesku úrvalsdeildinni tekur hann 45,000 áhorfendur.

Völlurinn er glænýr og allur hinn glæsilegasti en völlurinn var byggður sérstaklega fyrir Heimsmeistaramótið.

Íslendingaliðið Rostov lék síðustu tvo heimaleiki sína í rússnesku úrvalsdeildinni á leikvanginum en eftir Heimsmeistaramótið verður þetta nýr heimavöllur félagsins. Með félaginu leika þrír Íslendingar, þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.

Fótbolti.net skoðaði leikvanginn sem er hinn glæsilegasti og hér eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner