Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. júní 2018 13:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pogba: Smá vandamál voru til staðar á milli mín og Mourinho
Það getur stundum andað köldu á milli þessara tveggja.
Það getur stundum andað köldu á milli þessara tveggja.
Mynd: Getty Images
Pogba kom Griezmann til varnar á blaðamannafundinum.
Pogba kom Griezmann til varnar á blaðamannafundinum.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba segir að hann hafi stundum átt í smá vandræðum með Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Mancchester United á síðastliðnu tímabili.

Á blaðamannafundi í Moskvu þar sem Pogba er staddur þessa dagana með Franska landsliðinu viðurkenndi leikmaðurinn að hans annað ár á Old Trafford hafi ekki verið alveg eins og hann hafi vonast eftir.

Þetta var betra tímabil en hitt á undan. Þetta fer í reynslubankann. Það voru nokkur smávægileg vandamál milli mín og Mourinho en það var ekkert í lokin. Að vera varamaður hjálpar þér að þroskast. Ég verð að sætta mig við það,” sagði Pogba.

Á fundinum kom Pogba liðsfélaga sínum í landsliðinu, Antoine Griezmann einnig til varnar sem hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjum mótsins þrátt fyrir að skora úr vítaspyrnu í sigri Frakklands á Ástralíu.

Antoine líður mjög vel, hann er ánægður. Bara af því að hann skoraði ekki í öðrum leiknum þýðir það ekki að þetta sé ekki sami Grizou,” sagði Pogba.

Látið Grizou minn í friði! Þið eruð búnir að gleyma Evrópumótinu 2016. Hugsið um alla varnarvinnuna sem hann skilaði gegn Perú. Hann hjálpaði okkur að halda hreinu.”

Frakkar spilar gegn Danmörku í lokaleik sínum í riðlinum og þurfa Danir að minnsta kosti eitt stig til þess að vera öruggir áfram á meðan Frakkar eru nú þegar komnir í 16-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner