mán 25. júní 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Salah íhugar að hætta með landsliðinu
Framtíð Salah með landsliðinu er óljós.
Framtíð Salah með landsliðinu er óljós.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah íhugar þessa stundina framtíð sína með egypska landsliðinu en hann er sagður ósáttur með að hafa verið dreginn inn í pólitísk mál á heimsmeistaramótinu.

Áður en mótið hófst var Salah myndaður við hlið Ramzan Kadyrov, leiðtoga sjálfstjórnarlýðveldis Téténíu sem hefur vakið hörð viðbrögð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Auk þess var hann gerður að heiðursborgara Téténíu.

Egyptaland ákvað að halda til í Téténíu og ferðast þaðan á keppnistaði þrátt fyrir að þeir hefðu verið varaðir við mögulegum vandamálum sem gætu komið upp.

Kadyrov hefur verið leiðtogi Téténiú síðan 2004 og hefur verið í sviðsljósinu síðan, þá sérstaklega fyrir það hversu hart hann gengur að sínu fólki ásamt samkynhneigðum sem hann hefur einnig gagnrýnt opinberlega.

Salah finnst sú gagnrýni sem hann hefur fengið í kjölfar myndarinnar óþægileg og er ekki tilbúinn að vera pólitískt peð. Forseti knattspyrnusambands Egyptalands hefur komið fram og reynt að draga úr málunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner