mán 25. júní 2018 08:15
Arnar Daði Arnarsson
Spáð er miklum hita á leikdegi í Rostov við Don
Icelandair
Hörður Björgvin og liðsfélagar hans leika í miklum hita á morgun.
Hörður Björgvin og liðsfélagar hans leika í miklum hita á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt veðurspám má búast við miklum hita þegar Ísland mætir Króatíu í Rostov við Don í Rússlandi á morgun í þriðja og síðasta leik liðanna í riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu.

Þó svo að leikurinn fari fram klukkan 21:00 á staðartíma er spáð að hitinn verði rúmlega 30 gráður.

Strax eftir hádegi á hitinn að fara yfir 30 gráðurnar og hann á að haldast þannig fram að miðnætti. Það er þó hálf skýjað í Rostov-on-Don og því ætti sólin ekki að trufla leikmenn né áhorfendur.

„Ég er vanur að spila í hita á Ítalíu," sagði Emil Hallfreðsson á fréttamannafundi í gær. Ísland spilaði í 31 stiga hita gegn Nígeríu í Volgograd.

„Þessi hiti fór ekki svakalega vel í bæði lið. Það er svakalega erfitt að spila í svona hita. Ég held að adrenalínið taki yfir og menn eigi eftir að keyra sig út. Ég hef engar áhyggjur af þessum hita, ég tel að hann sé aukaatriði," sagði Emil.
Athugasemdir
banner
banner