mán 25. júní 2018 09:44
Ingólfur Páll Ingólfsson
West Ham vill aðeins bjóða Wilshere eins árs samning
Powerade
Það verður spennandi að sjá hvar Wilshere endar.
Það verður spennandi að sjá hvar Wilshere endar.
Mynd: Getty Images
Undirbúningur Frank Lampard hjá Derby County er í fullum gangi.
Undirbúningur Frank Lampard hjá Derby County er í fullum gangi.
Mynd: Getty Images
Joshua King er orðaður við Newcastle United.
Joshua King er orðaður við Newcastle United.
Mynd: Getty Images
Það er komið að morgunslúðrinu sem er að sjálfsögðu í boði Powerade. BBC tók saman það helsta þennan morguninn.



West Ham er aðeins tilbúið að bjóða enska miðjumanninum Jack Wilshere (26) eins árs samning þar sem þeir eru hræddir við heilsufar leikmannsins sem hefur verið óheppinn með meiðsli á sinum ferli. (Sun)

Real Madrid var boðið að kaupa Eden Hazard (27), miðjumann Chelsea og belgíska landsliðsins fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.(Marca)

Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton gæti verið að losa sig við fjóra leikmenn Everton, þá Morgan Schneiderlin, Yannick Bolasie, Ashley Williams og Wayne Rooney. (Star)

Matt Ritchie (28), framherji Newcastle og Skotlands er tilbúinn að fara til Bournemouth í skiptum fyrir Josh King (26), framherja Bournemouth. (Sun)

Félagsskipti Riyad Mahrez frá Leicester til Manchester City mjakast hægt þessa stundina vegna þess að leikmaðurinn vill fá greiðslu frá Leicester áður en hann fer. (Sun)

Marouane Fellaini (30) hefur greint frá því að samningsviðræður hans munu leysast fljótlega en leikmaðurinn er að renna út á samningi við Manchester United og er að íhuga tilboð frá öðrum félögum. (Independent)

Paul Pogba (25) hefur viðurkennt að hafa lent smávægilegum vandamálum vegna deilna við Jose Mourinho á síðasta tímabili.(ESPN)

Naby Keita (23) mun fá treyju númer 8 hjá Liverpool sem Steven Gerrard klæddist síðast. (Liverpool Echo)

Mateo Kovacic, miðjumaður Króatíu og Real Madrid vill yfirgefa spænska félagið og er orðaður við Manchester City. (Marca)

Frank Lampard, nýr þjálfari Derby County vill semja við John McGinn (23) fyrir 3 milljónir punda en leikmaðurinn er samningsbundinn Hibernian. (Mail)

West Brom gæti boðið í Richard O'Donnel (29), markmann Northampton en hann er hugsaður sem eftirmaður Ben Foster sem er orðaður frá félaginu. (Express og Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner