Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 25. júlí 2013 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin - Leikir dagsins: Þrjú íslensk lið í eldlínunni
Breiðablik stendur best að vígi af íslensku liðunum sem taka þátt.
Breiðablik stendur best að vígi af íslensku liðunum sem taka þátt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sænska félagið Malmö, sem Emil Hallfreðsson lék með fyrir sjö árum, er á góðri leið með að slá skoska liðið Hibernian úr leik.
Sænska félagið Malmö, sem Emil Hallfreðsson lék með fyrir sjö árum, er á góðri leið með að slá skoska liðið Hibernian úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
40 leikir eru á dagskrá í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag og koma þar 14 félagslið frá Norðurlöndunum við sögu.

Norðmenn og Svíar eiga þar flesta fulltrúa, eða fjögur félagslið frá hvoru landi. Íslendingar koma næstir með þrjá fulltrúa, Finnar, Danir og Færeyingar tefla þá fram einu liði hvert.

Íslensku liðin standa frekar illa að vígi og þá sérstaklega KR sem fer til Belgíu og mætir sterku liði Standard Liege með 3-1 tap á heimavelli á bakinu.

ÍBV tapaði þá fyrir Crvena Zvezda á útivelli án þess að skora mark og á því erfitt verk fyrir höndum þegar liðin mætast í Vestmannaeyjum.

Breiðablik er í bestu stöðunni sem er þó frekar erfið en liðinu tókst að halda hreinu á heimavelli gegn austurríska félaginu Sturm Graz.

Liðin frá Danmörku, Finnlandi og Færeyjum eru svo gott sem úr leik á meðan norsku og sænsku liðin standa þokkalega vel að vígi, að frátöldu Gefle sem tapaði með þremur mörkum gegn kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta.

Leikir dagsins:
15:00 Trencin - IFK Göteborg (0-0)
16:00 Aktobe - Hodd (0-1)
16:00 Sturm Graz - Breiðablik (0-0)
16:00 Inter Baku - Tromsö (0-2)
17:00 Gefle - Anorthosis (0-3)
17:00 Hacken - Sparta Prag (2-2)
18:00 Vikingur (Fær) - Petrolul (0-3)
18:15 Aalborg - Dila Gori (0-3)
18:30 Debrecen - Strömsgodset (2-2)
18:30 Standard Liege - KR (3-1)
18:30 ÍBV - Crvena Zvezda (0-2)
18:45 Hibernian - Malmö (0-2)
18:45 Lech Poznan - Honka (3-1)
18:45 St. Johnstone - Rosenborg (1-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner