Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júlí 2014 21:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
3. deild: Leiknir F styrkti stöðu sína á toppnum
Kristófer Páll Viðarsson kom Leikni í 2-1.
Kristófer Páll Viðarsson kom Leikni í 2-1.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Leiknir F 4 – 2 Hamar
0-1 Markaskorara vantar (´12)
1-1 Markaskorara Vantar (´21)
2-1 Kristófer Páll Viðarsson (´36)
2-2 Markaskorara Vantar (´45)
3-2 Marc Lladosa Ferrer (´58)
4-2 Baldur Smári Elfarsson (´74)

Leiknir Fáskrúðsfirði og Hamar mættust í dag í Búðagrund og lauk leik með 4-2 sigri Leiknissmanna.

Leikurinn var jafnari framan af en mörgum hafði grunað en Leiknir var í efasta sæti fyrir leikinn á meðan Hamar var í því neðsta og hafði aðeins unnið einn leik allt tímabilið.

Staðan í leikhléi var 2-2 eftir að Hamarsmönnum tókst að jafna í tvígang.

Leiknismenn kláruðu þó leikinn í síðari hálfleik með mörkum Marc Ferrer og Baldurs Smára Elfarssonar. Leiknismenn hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og unnið síðustu fjóra og líta afar vel út þessa stundina.

Hamarsmenn sitja sem fastast á botninum með aðeins þrjú stig og einn sigur allt tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner