Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. júlí 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arturo Vidal segir að hann muni ekki fara til Man Utd
Arturo Vidal, hinn magnaði miðjumaður Juventus.
Arturo Vidal, hinn magnaði miðjumaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal segist ekki vera á leið til Manchester United. Sílemaðurinn fékk nokkrar spurningar frá fréttamönnum á flugvellinum í Tórínó þegar hann var að koma heim eftir sumarfrí.

„Ég er enn í fríi. Ég veit ekki hvort ég verð áfram hjá Juventus. Ég hef ekki rætt við (Massimiliano) Allegri þjálfara eða liðsfélagana ennþá. Á mánudag mun ég funda með Allegri og sjáum hvað gerist. Ég er ánægður hér og er sallarólegur sem stendur. Ég tel að stuðningsmenn Juventus eigi líka að vera rólegir," sagði Vidal.

Svo var hann spurður að því hvort hann væri á leið til Manchester United. Vidal hló og svaraði: „Nei, nei."

Vidal hefur verið orðaður við United og fleiri félög en Liverpool hefur til að mynda verið nefnt oft í enskum slúðurblöðum að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner