Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. júlí 2014 18:19
Daníel Freyr Jónsson
Bebe seldur til Benfica (Staðfest)
Bebe er farinn frá United.
Bebe er farinn frá United.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Bebe er genginn í raðir Benfica frá Manchester United. Skrifaði hann undir fjögurra ára samning.

Kaupverðið getur með ákvæðum numið allt að 3 milljón evra virði, auk þess sem United fær 50% af framtíðarsöluverði Bebe.

Kaupin á Bebe þykja ein þau allra undarlegustu í sögu United. Sir Alex Ferguson fékk Bebe til United árið 2010 fyrir 7 milljónir punda, þrátt fyrir að hafa aldrei séð vængmanninn spila.

Hann náði einungis að spila tvo deildarleiki með United og hefur veriðá miklu flakki undanfarin þrjú ár. Lék hann með Besiktas og Rio Ave sem lánsmaður, auk þess sem hann skoraði 12 mörk í 27 leikjum með Pacos de Ferreira á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner