banner
   fös 25. júlí 2014 10:22
Magnús Már Einarsson
FH og Stjarnan spila ekki um Verslunarmannahelgina
Leikjunum í 14. umferð frestað
Stjarnan og FH eru bæði að gera flotta hluti í Evrópudeildinni.
Stjarnan og FH eru bæði að gera flotta hluti í Evrópudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ekkert verður spilað í Pepsi-deildinni um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir góðan árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni.

Bæði lið komust áfram í þriðju umferð í gær og því er ljóst að færa verður leiki þeirra í 14. umferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram miðvikudaginn 6. ágúst.

Leikirnir í þriðju umferð Evrópudeildarinnar eru fimmtudaginn 31. júlí og 7. ágúst en þar mætir FH liði Elfsborg frá Svíþjóð á meðan Stjarnan spilar við Lech Poznan frá Póllandi.

FH mætir KR í 14. umferð Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan spilar við Víking. Leikirnir verða ekki um Verslunarmannahelgina en þeim verður þess í stað frestað.

Ekki er ljóst hvenær leikirnir fara fram en það verður síðar í ágúst eða jafnvel í september.

,,Við bíðum og sjáum hvað gerist. Hvernig liðunum gengur í Evrópukeppninni sem og hvaða lið fara í bikarúrslit. Víkingur og KR eru andstæðingar þeirra og þau eru í undanúrslitum í bikarnum," sagði Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Þetta þýðir að bæði FH og Stjarnan fá kærkomna viku hvíld á milli leikjanna í 3. umferð Evrópudeildarinnar eftir mikið leikjaálag undanfarnar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner