Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 25. júlí 2014 11:50
Elvar Geir Magnússon
Freddy Adu í sitt tíunda lið á jafnmörgum árum
Freddy Adu var líkt við Pele á sínum tíma en hann hefur verið langt frá því að standa undir væntingum.
Freddy Adu var líkt við Pele á sínum tíma en hann hefur verið langt frá því að standa undir væntingum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Freddy Adu hefur skrifað undir samning við serbneska félagið FK Jagodina en það er hans tíunda félag á jafnmörgum árum.

Ferill Adu er hreint ótrúlegur en þegar hann var 14 ára lék hann sinn fyrsta leik í bandarísku MLS-deildinni og margir spáðu því að hann yrði einn daginn allra besti fótboltamaður heims.

Annað kom á daginn og hafði hinn 25 ára Adu farið víða á reynslu áður en hann fékk samning hjá serbneska félaginu.

Adu hóf ferilinn með DC United þar sem hann vann MLS-titilinn á fyrsta ári og þremur árum síðar fór hann til Real Salt Lake þar sem hann var eitt tímabil áður en hann hélt til Evrópu og gekk í raðir Benfica í Portúgal.

Hann var eitt tímabil hjá Benfica áður en hann var lánaður til Monaco, Beleneses, Aris í Grikklandi og Rizespor í Tyrklandi. Hann snéri aftur til Bandaríkjanna 2011 og samdi við Philadelphia Union og átti svo stutta dvöl hjá Bahia í Brasilíu 2013.

Bahia sagði upp samningi við Adu í nóvember í fyrra og fór þá leikmaðurinn til reynslu hjá Blackpool á Englandi, Stabæk í Noregi og AZ Alkmaar í Hollandi án þess að fá samningstilboð.

Á ferlinum hefur hann skorað 27 mörk fyrir félagslið sín og þar af komu 12 fyrir DC United í upphafi ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner