Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 25. júlí 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Lil Wayne opnar umboðsmannaskrifstofu - Ronaldo fyrstur inn
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Bandaríski rapparinn, Lil Wayne, stimplaði sig heldur betur inn í knattspyrnuheiminn nú rétt í þessu en hann hefur stofnað umboðsmannaskrifstofu fyrir íþróttamenn. Weezy, eins og hann er kallaður sýndi strax að honum er alvara en Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid hefur þegar gert samkomulag við hann.

Ronaldo þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann var valinn besti knattspyrnumaður heims í janúar og þá vann hann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid á síðustu leiktíð. Hann hefur tvívegis verið valinn besti knattspyrnumaður heims.

Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, vinnur hjá Gestifute en sú stofa er á leið í samstarf við umboðsmannaskrifstofu Lil Wayne.

Það hefur verið langþráður draumur Wayne að komast í þennan bransa en hann hefur nú látið verða af því. Hann tilkynnti á vefsvæði sínu á Facebook að Ronaldo væri nú kominn í Young Money Cash Money Billionaire teymið en það teymi inniheldur menn á borð við Drake, Nicki Minaj og Tyga.

Bandaríski miðillinn TMZ greindi frá þessu áður en Wayne birti fréttina sjálfa á Facebook.

Stofa Wayne mun sjá um mál Ronaldo í Bandaríkjunum en stofan mun stækka vörumerkið CR7 sem og sjá um alla samstarfssamninga þar í landi.

Ronaldo er sjálfur spenntur fyrir samstarfinu en hann hefur þegar birt mynd af sér þar sem hann sýnir merki YMCMB. Forsætisráðherra Japans og aðrir stjórnmálamenn í Japan stiltu sér þá upp á myndinni með honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner