Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 25. júlí 2014 15:47
Magnús Már Einarsson
Lovren í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun
Lovren fagnar marki á síðasta tímabili.
Lovren fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að ganga frá kaupum á Dejan Lovren varnarmanni Southampton en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Samvkæmt fréttum hafa félögin náð samkomulagi um 20 milljóna punda kaupverð en Króatinn mun fara í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun.

Lovren verður dýrasti varnarmaðurinn í sögu Liverpool á undan Mamadou Sakho og Glen Johnson sem kostuðu báðir 18 milljónir punda.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vonast til að Lovren nái að bæta varnarleik liðsins eftir að hafa fengið 51 mark á sig í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er einnig búist við því að Loic Remy komi til Liverpool frá QPR um helgina á 8,5 milljónir punda.

Remy er búinn að standast læknisskoðun hjá Liverpool en verið er að klára pappírsvinnu áður en félagaskiptin verða staðfest.
Athugasemdir
banner
banner
banner