fös 25. júlí 2014 07:30
Arnar Daði Arnarsson
Michael Jónsson í Ægi (Staðfest)
Michael Jónsson í leik með Grindavík.
Michael Jónsson í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Jónsson er genginn í raðir Ægis í Þorlákshöfn frá Grindavík. Michael hefur einungis komið við sögu í einum leik með Grindavík í 1. deildinni í sumar og hefur því ákveðið að færa sig um set í 2. deildina.

Hann á yfir 100 leiki í meistaraflokki með Grindavík, Reyni og Ægi en hann lék með liðinu sumarið 2011 í 3. deildinni.

Michael er kominn með leikheimild með liðinu og getur því leikið með Ægi á morgun þegar þeir fá topplið deildarinnar, Fjarðabyggð í heimsókn.

Fyrr í félagsskiptaglugganum fengu Ægismenn Martein Gauta Andrason frá Haukum en Marteinn lék með Ægi í fyrra sumar.

Ægir er í 8. sæti í 2. deildinni með 16 stig eftir tólf umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner