Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 25. júlí 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Drogba á heima hjá okkur
Drogba fagnar marki með Chelsea.
Drogba fagnar marki með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur staðfest að hann sé að reyna að fá Didier Drogba aftur til félagsins.

Hinn 36 ára gamli Drogba vann tíu titla með Chelsea frá 2004 til 2012 en hann er án félags í dag eftir að samningur hans við Galatasaray rann út.

,,Ef ég fæ hann aftur, við þurfum að ákveða það fljótlega, þá er það að því að ég tel að leikmaðurinn hafi gæði til að gera liðið betra," sagði Mourinho.

,,Hjarta hans ýtir honum þangað sem hann á heima og við erum að hugsa mikið um þetta. Við teljum að Didier eigi heima hjá okkur."

Mourinho fékk Drogba til Chelsea frá Marseille á 24 milljónir punda árið 2004.
Athugasemdir
banner
banner
banner