Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júlí 2014 16:16
Elvar Geir Magnússon
Steven Lennon til FH (Staðfest)
Steven Lennon í leik með Fram.
Steven Lennon í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandnes Ulf tilkynnir á heimasíðu sinni í dag að Steven Lennon sé á leið í FH.

Gengið verður frá félagakiptum í dag og er Lennon ekki í leikmannahópi Sandnes Ulf sem mætir Strömsgodset á laugardag.

Á heimasíðu norska félagsins er Lennon þakkað fyrir tíma hans hjá félaginu og honum óskað alls hins besta í nýjum ævintýrum á Íslandi.

Hinn 26 ára Lennon skoraði tvö mörk í fimmtán leikjum með Sandnes Ulf á þessu tímabili en liðið er á botni norsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig. Lennon var ósáttur við að spila á kantinum hjá félaginu.

Lennon er skoskur sóknarmaður sem er íslenskum fótboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir að hann lék með Fram.

Mun hann skrifa undir þriggja ára samning við FH og er löglegur fyrir leik gegn Fylki á sunnudag og fyrir leikina gegn Elfsborg í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner