mán 25. júlí 2016 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cresswell missir af þremur til fjórum mánuðum
Mynd: Getty Images
West Ham er búið að staðfesta að bakvörðurinn Aaron Cresswell verði frá í þrjá til fjóra mánuði eftir meiðsli á hné.

Cresswell er 26 ára gamall og hefur spilað flestar mínútur af öllum leikmönnum ensku deildarinnar á síðustu tveimur tímabilum.

Cresswell meiddist í 3-0 sigri í æfingaleik gegn þýska liðinu Karlsruher eftir harkalega tæklingu Grischa Promel.

„Hvað sem við í læknateyminu ákveðum að gera mun Aaron þurfa að vera frá keppni í þrjá til fjóra mánuði," segir Stijn Vandenbroucke, yfirmaður læknaliðs West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner