banner
   mán 25. júlí 2016 15:53
Magnús Már Einarsson
Haukur Heiðar: Viðræður í gangi milli AIK og Leeds
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru viðræður í gangi milli AIK og Leeds núna. Ég veit að AIK hafnaði fyrsta tilboðinu og sendi móttilboð," sagði Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður AIK, við Fótbolta.net í dag.

Leeds hefur sýnt áhuga á að fá Hauk í sínar raðir fyrir baráttuna í ensku Championship deildinni.

„Aggi (Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður) hringdi í mig og sagði mér að þeir hefðu áhuga og að það væru viðræður á milli félaganna."

„Það eru svo margir leikir núna að ég reyni að hugsa lítið um þetta. Ég einbeiti mér bara að því að spila vel með AIK."


Haukur Heiðar neitar því ekki að það yrði spennandi að fara til Leeds ef það myndi ganga upp.

„Það heillar mikið. Þetta er stórt félag sem er með mikla sögu. Mér finnst ég samt líka eiga mikið inni hjá AIK og það yrði ekki heimsendir ef þetta myndi ekki ganga eftir," sagði Haukur.

Haukur Heiðar skoraði í 3-0 sigri AIK á Hammarby í nágrannaslag í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Lengra viðtal birtist við Hauk hér á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner