mán 25. júlí 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Nolito hafnaði Barca fyrir Man City
Nolito í leik með Celta Vigo
Nolito í leik með Celta Vigo
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Nolito gekk til liðs við Man City fyrr í sumar fyrir 13,8 milljónir punda eftir að hafa slegið í gegn með Celta Vigo.

Þessi 29 ára gamli sóknarmaður var eftirsóttur og gat valið á milli Barcelona og Man City en óttaðist að fá ekki nægan spilatíma á Nou Camp þar sem samkeppnin við MSN þríeykið gæti reynst afar erfið.

„Já ég þurfti að velja á milli þeirra tveggja (Barca og Man City) og ég talaði lengi við fjölskylduna og umboðsmenn mína."

„Ég taldi þetta vera bestu ákvörðunina fyrir mig og minn feril. Það tók mig ekki mikið meira en tvo daga að ákveða mig. Að koma í ensku úrvalsdeildina og spila fyrir City undir stjórn Pep Guardiola. Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun,"
segir Nolito.

Nolito var áður á mála hjá Barcelona en fékk þá lítið að spreyta sig með aðalliðinu og spilaði aðallega með Barcelona B.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner