Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 25. júlí 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sigurbergur: Léttist um 400 kíló þegar ég opnaði mig
Sigurbergur í leik með Keflvíkingum.
Sigurbergur í leik með Keflvíkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur var valinn leikmaður umferða 1-11 í Inkasso-deildinni.
Sigurbergur var valinn leikmaður umferða 1-11 í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur Elísson var valinn leikmaður umferða 1-11 í Inkasso-deildinni en þessi 24 ára sóknarleikmaður hefur leikið afar vel með Keflvíkingum.

Fyrir rúmu ári síðan skrifaði Sigurbergur pistil þar sem hann greindi frá því að hann hefði barist við þunglyndi og kvíða í nokkur ár.

„Það var örugglega stærsti parturinn að geta opnað sig og tjáð sig um þetta. Ég léttist bara um 400 kíló við að opna mig og fékk virkilega góða hjálp í framhaldinu af því. Frábært að sjá fólk héðan og þaðan af landinu sem ég þekkti ekkert senda mér skilaboð. Ég hef haldið sambandi við fullt af þessu fólki," sagði Sigurbergur í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu síðasta laugardag.

„Það er brýn þörf á að opna þessa umræðu. Þetta er ekkert grín. Það eru margir íþróttamenn sem eru í felum og það þarf að opna þetta."

Sigurbergi líður vel í dag.

„Ég er virkilega sáttur og hef náð góðum tökum á sjálfum sér. Maður þarf stanslaust að vinna í þessu en ég er í mjög góðu jafnvægi í dag og varð það fljótlega eftir að ég opnaði mig," segir Sigurbergur en í viðtalinu talar hann um pressuna sem fylgir því að vera einn efnilegasti leikmaður landsins.

Þurfum að snúa jafnteflunum við
Keflavík er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar og er í harðri baráttu um að komast upp. Liðið hefur gert 6 jafntefli í fyrstu 12 leikjum sínum.

„Við erum ekki mikið að svekkja okkur, við höfum bara tapað einum leik en það eru þessi, afsakið orðbragðið, helvítis jafntefli. Við þurfum að snúa þeim við. Við erum líka að missa af stigum gegn liðum sem við eigum að vinna," segir Sigurbergur.

Keflavík féll með hvelli úr Pepsi-deildinni í fyrra á tímabili sem menn suður með sjó vilja gleyma sem fyrst.

„Þetta var mjög leiðinlegt og erfiður tími. Maður óskaði þess að tímabilið myndi klárast sem fyrst þegar ljóst var í hvað stefndi. Við erum flestallir heimastrákar og stóðum bara þétt saman. Við settum strax markmiðið að fara beint upp aftur."

Sigurbergur hefur leikið virkilega vel.

„Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma sem ég er svona heill. Það er virkilega gaman. Stemningin í liðinu er virkilega góð," segir Sigurbergur en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner