Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. júlí 2016 16:07
Magnús Már Einarsson
Sindri Björnsson til baka í Leikni R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. hefur fengið miðjumanninn Sindra Björnsson aftur til baka úr láni frá Val.

Sindri fór í Val á láni í febrúar síðastliðnum en hann hefur spilað átta leiki í Pepsi-deildinni í sumar.

Hann kom síðast inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Vals og Fjölnis í gær.

Sindri, sem er í U21 árs landsliði Íslands, var fastamaður hjá Leikni R. í fyrra og hitteðfyrra.

Árið 2014 var hann næstmarkahæstur í 1. deild með þrettán mörk þegar Leiknir sigraði deildina.

Sindri er kominn með leikheimild með Leikni og getur því spilað með liðinu gegn HK á miðvikudaginn.

Leiknismenn unnu Þór 2-1 í síðustu umferð í Inkasso-deildinni og eru í 3. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner