þri 25. júlí 2017 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Toppliðið fór létt með botnliðið
Stefanía hefur verið öflug í sumar.
Stefanía hefur verið öflug í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding/Fram 7 - 0 Hvíti riddarinn
1-0 Stefanía Valdimarsdóttir ('11)
2-0 Stefanía Valdimarsdóttir ('12)
3-0 Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir ('26)
4-0 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('28)
5-0 Rakel Lind Ragnarsdóttir ('41)
6-0 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('53)
7-0 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('89)

Topplið Aftureldingar/Fram mætti botnliði Hvíti riddarans í Mosfellsbæ í eina leik kvöldsins í 2. deild kvenna.

Snemma í leiknum var það augljóst hvaða lið myndi vinna.

Stefanía Valdimarsdóttir gerði tvö mörk með stuttu millibili og kom Aftureldingu/Fram í 2-0, en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir heimakonur.

Í seinni hálfleiknum gerði Sigrún Gunndís Harðardóttir tvö mörk fyrir Aftureldingu/Fram og lokatölur í kvöld urðu 7-0.

Afturelding/Fram er í mjög góðri stöðu. Þær eru með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á næsta lið, Gróttu. Það gengur ekki eins vel hjá Hvíta riddaranum, sem er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig að níu leikjum loknum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner