Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afar ólíklegt að Arnór Ingvi fari lengra í Meistaradeildinni
Arnór Ingvi er á láni hjá AEK.
Arnór Ingvi er á láni hjá AEK.
Mynd: Heimasíða AEK
AEK 0 - 2 CSKA Moskva
0-1 Alan Dzagoev ('45)
0-2 Pontus Wernbloom ('55)

Afar ólíklegt er að íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason fái að spreyta sig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur.

Lið hans, AEK frá Aþenu, mætti CSKA Mosku á heimavelli í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn fór ekki að óskum fyrir AEK sem tapaði 2-0. Liðið þarf því að eiga ótrúlega góðan leik á erfiðum útivelli í Rússlandi.

Arnór Ingvi er á láni hjá AEK frá Rapid Vín, en hann var ekki í leikmannahópnum hjá gríska liðinu í kvöld.

Sigurvegararnir þar fara í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin í 3. umferðinni fara yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner