þri 25. júlí 2017 15:45
Arnar Daði Arnarsson
Freysi hefur ekki ákveðið byrjunarliðið
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins segist hvorki vera búinn að tilkynna né ákveða byrjunarliðið fyrir lokaleik liðsins á EM í Hollandi annað kvöld.

Ísland mætir Austurríki í Kastalanum í Rotterdam.

„Ég viðurkenni að það er ákveðið púsluspil. Það fer bæði etir líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna hópsins og hvernig leikmenn eru mótiveraðir fyrir leiknum. Við sjáum það líklega eftir æfinguna í kvöld," sagði Freyr á síðasta fréttamannafundi landsliðsins í Hollandi.

Nokkrir leikmenn liðsins hafa orðið fyrir þungum höggum á mótinu. Til að mynda lykilmennirnir Sara Björk, Dagný og Sif.

„Þær þrjár fengu þung högg og við sáum það með Sif að hún kláraði allar orkubirgðir líkamans í leiknum gegn Sviss og fékk högg í þokkabót. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Allir leikmenn eru leikfærir en síðan er spurning hversu mikil orka er eftir í vöðvunum. Þá skiptir andlegt ástand miklu máli. Þessi högg og marið í kringum rifbeinin hjá Dagnýju, hefur verið haldið í skefjum svo allir geta tekið þátt í leiknum." sagði Freysi.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner