Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. júlí 2017 19:30
Fótbolti.net
Arnar Daði Arnarsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hversu margar verða breytingarnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Kastalanum í Rotterdam annað kvöld.

Fyrir leikinn er það orðið ljóst að Ísland er úr leik og fer liðið heim til Íslands á fimmtudaginn.

Freyr Alexandersson þjálfari liðsins viðurkenndi að það væri púsluspil að stilla upp liðinu fyrir leikinn annað kvöld. Það má búast við því að hann gerir einhverjar breytingar á liðinu frá síðustu leikjum.

Við spáum því að hann geri þrjár leikmanna breytingar á liðinu frá leiknum gegn Sviss. Auk þess sem einhverjar tilfærslur verða á leikmönnum á milli leikstaða.

Í líklegu byrjunarliði kemur Anna Björk Kristjánsdóttir inn í miðvörðinn fyrir Sif Atladóttir sem hefur spilað vel á mótinu hingað til, en það er spurning hvort hún eigi bensín á tanknum eftir mikil hlaup í fyrstu tveimur leikjum mótsins og auk þess fékk hún högg í leiknum gegn Sviss.

Eins spáum við því að Sigríður Lára Garðarsdóttir detti út úr byrjunarliðinu og Dagný Brynjarsdóttir færist inn á miðjuna með Söru Björk. Báðar hafa þær lent í höggum í síðustu leikjum en við búumst við því að þær séu klárar í að byrja.

Rakel Hönnudóttir kemur inn í hægri væng bakvarðarstöðuna fyrir Gunnhildi Yrsu. Rakel sem er á sínu þriðja stórmóti hefur ekki fengið mínútu til þessa. Hún var að glíma við meiðsli fyrir mót en er klár í átökin. Hún hefur leyst hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu áður.

Að lokum spáum við því að Sandra María Jessen fái tækifæri í byrjunarliðinu og fari á hægri kantinn. Þar með færist Katrín Ásbjörnsdóttir í fremstu víglínu. Sandra María hefur ekki fengið tækifæri á mótinu en hún hefur náð undraverðum bata eftir að hafa meiðst illa á Algarve mótinu í upphafi árs. Sandra María hefur komið vel inn í Pepsi-deildina eftir meiðslin.

Freyr talaði um það á fréttamannafundi í gær að ekki væri ólíklegt að Sandra María fengi tækifæri í byrjunarliðinu annað kvöld.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner