Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Matti Vill: Fólk reynir að búa til stríð milli mín og Bendtner
Matthías fagnar marki.
Matthías fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson hefur verið í stuði með Rosenborg undanfarnar vikur en hann skorar nánast í hverjum leik með liðinu.

Á sama tíma hefur danski framherjinn Nicklas Bendtner ekki verið jafn iðinn við kolann.

Matthías fær mikið af spurningum um Bendtner í norskum fjölmiðlum og hann er orðinn þreyttur á því.

„Margir reyna að búa til stríð á milli mín og Nicklas en fólk veit ekki hvernig samband okkar er og að við erum oft mikið í því að hanga saman," sagði Matthías í viðtali við Dagbladet en hann var í kjölfarið spurður að því hver er að búa til stríð milli hans og Bendtner?

„Fjölmiðlar til dæmis. Þegar ég skora þá fæ ég alltaf spurningar um Bendtner og öfugt. Maður verður þreyttur á því þegar það koma svona margar spurningar um það sama. Við erum góður vinir og reynum að gera hvorn annan betri."

„Við drekkum kaffi og spjöllum mikið saman í frítímanum. Á ferðalögum erum við oft mikið saman. Þetta snýst um liðsheild hjá Rosenborg. Allir ná vel saman."


Bendnter hefur haft orð á sér fyrir að vera vandræðagemsi í gegnum tíðina.

„Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við en Nicklas er mjög almennilegur og bara einn af strákunum. Hann er mjög jarðbundinn miðað við hvað hann hefur upplifað mikið. Nicklas er klár og með góðan húmor," sagði Matthías.

„Allir gera mistök þegar þeir eru ungir. Ég hef bara góða hluti að segja um hann. Ég kann mjög vel við Nicklas. Hann er eins og allir aðrir í búningsklefanum. Hann hefur mikla reynslu og deilir skemmtilegum sögum."

Matthías hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu undanfarin ár þrátt fyrir góða frammistöðu með landsliðinu. Í viðtalinu við Dagbladeta var hann spurður út í það af hverju hann fær ekki tækifæri þar?

„Þetta er spurning sem ég fæ oft. Ísland er með mjög gott landslið og draumur minn er klárlega að spila þar. Það er engin vafi á því. Þú verður að spyrja landsliðsþjálfarann af hverju ég fæ ekki tækifæri. Þeir eru númer 19 á heimslistanum svo þeir sem eru að spila núna eru að standa sig vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner