Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. júlí 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nouri farinn að anda sjálfur - Ástand hans stöðugt
Mynd: Getty Images
Abdelhak Nouri, ungur leikmaður Ajax, er ekki lengur undir ströngu eftirliti lækna. Hann er farinn að anda sjálfur, ástand hans er stöðugt.

Nouri hneig niður í æfingaleik á dögunum. Í kjölfarið var leikurinn, sem var gegn Werder Bremen, stöðvaður og flautaður af.

Leikmaðurinn fór með sjúkraflugi á spítala í Austurríki, en þar hefur hann varið undanfarnar þrjár vikur.

Hann hefur verið undir ströngu eftirliti lækni og verið í öndunarvél síðan þá, en það er ekki talin þörf á því lengur.

Ekki þykir líklegt að Nouri muni spila fótbolta aftur. Hann er með alvarlegan og varanlegan heilaskaða.

Hann spilaði 15 leiki fyrir Ajax á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner