Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 25. júlí 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Patrick Pedersen tryggði Val sigur í Ólafsvík
Valur með sex stiga forskot á toppi deildarinnar
Valsmenn fóru í góða ferð á Ólafsvík.
Valsmenn fóru í góða ferð á Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Patrick Pedersen gerði sigurmark Vals.
Patrick Pedersen gerði sigurmark Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 1 - 2 Valur
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('24 )
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('37 )
1-2 Patrick Pedersen ('49 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. fékk topplið Vals í heimsókn í Pepsi-deild karla í kvöld. Þetta var síðasti leikurinn í 12. umferð deildarinnar.

Valur var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar og gat náð sex stiga forskoti með sigri, en Víkingur Ó. var í 10. sæti.

Gestirnir pressuðu stíft til að byrja með og þeir áttu til að mynda tvær tilraunir á skömmum tíma, sem enduðu sláni. Þetta gerðist snemma í leiknum, en stuttu eftir það kom fyrsta markið. Eftir langt innkast datt boltinn fyrir fætur Guðjóns Pétur Lýðssonar sem kláraði vel og kom Val yfir. „Sóknarþunginn skilaði sér loksins!" sagði Ármann Örn Guðbjörnsson sem lýsti leiknum á Fótbolta.net.

Eftir þetta sóttu Ólsarar og þeir áttu nokkur álitleg færi áður en þeim tókst að jafna. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði eftir klaufaleg mistök í vörn Vals. Guðmundur hefur reynst drjúgur fyrir Ólsara í sumar og verið duglegur í markaskorun.

Staðan þegar Erlendur Eiríksson flautaði til hálfleiks var 1-1, en þessi fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur.

Valsmenn spiluðu seinni hálfleikinn mjög skynsamlega og það skilaði þeim sigri. Patrick Pedersen opnaði markareikning sinn í sumar snemma í seinni hálfleiknum og eftir það voru gestirnir úr höfuðborginni rólegir og sigldu sigrinum heim.

Lokatölur 2-1 í Ólafsvík og Valur er núna með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Víkingur Ó. er áfram í 10. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner