Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba: Zlatan er enn leiðtogi fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Paul Pogba segir að sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic sé enn leiðtogi fyrir Manchester United þrátt fyrir að hann sé ekki lengur samningsbundinn rauðu djöflunum.

Samningur Zlatan var ekki endurnýjaður eftir tímabilið.

Zlatan varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum undir loks síðasta tímabils og ólíklegt er að hann spili fótbolta fyrir áramót.

Því ákvað Man Utd ekki að endursemja við hann, en það hefur verið í umræðunni að hann geri aftur samning við United eftir áramót.

Pogba segir að Zlatan spili stórt hlutverk hjá United þrátt fyrir að vera ekki lengur samningsbundinn félaginu.

„Zlatan er leiðtogi, augljóslega. Hann er stór leiðtogi vegna þess að hann er enn í liðinu. Jafnvel þó að hann sé ekki að spila, hann er leiðtogi utan vallarins," sagði Pogba.

„Ég get lært af honum, af Michael Carrick og af öllum öðrum leikmönnum liðsins. Ég vil verða leiðtogi."
Athugasemdir
banner
banner