Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar Bragi lánaður í Fylki (Staðfest)
Ragnar Bragi er mættur aftur í Fylki.
Ragnar Bragi er mættur aftur í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ragnar Bragi Sveinsson hefur verið lánaður frá Víkingi R. í Fylki.

Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í kvöld.

Ragnar Bragi spilaði með Fylki á síðustu leiktíð, en ákvað eftir tímabilið að sölsa um og ganga í raðir Víkinga úr Reykjavík.

Hann hefur spilað mikið með Fossvogsliðinu í sumar og þessar fréttir, að hann hafi verið lánaður, koma því mikið á óvart.

Ragnar Bragi, sem er fæddur árið 1994, á að baki 62 leiki og 8 mörk í deild og bikar fyrir Fylki og á þar að auki 5 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 7 leiki og 2 mörk fyrir U17 ára landsliðið. Hann var á árunum 2011 til 2014 hjá þýska félaginu Kaiserslautern.

Hann mun nú klára tímabilið með Fylki, sem er sem stendur á toppnum í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner