Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. júlí 2017 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Sara Björk: Við eigum að njóta þess að vera hér
Sara á fréttamannafundi Íslands í dag.
Sara á fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins segist vera klár fyrir leikinn annað kvöld gegn Austurríki í Kastalanum í Rotterdam.

„Mér líður vel núna. Ég hef verið í góðum höndum hjá frábærum sjúkraþjálfurum," sagði Sara Björk sem hefur fengið nokkur högg í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM.

„Andlega standið er fínt og ég er tilbúinn í leikinn á morgun. Þetta hefur verið erfitt eftir síðustu tvö töp en við viljum labba af þessu móti með sigri. Við munum skilja allt eftir á vellinum," sagði fyrirliðinn sem segir það mikilvægt að leikmennirnir njóti þess að vera hér í Hollandi þrátt fyrir að vera úr leik.

„Við erum á stórmóti. Það gerist ekki á hverjum degi. Maður á að njóta þess, þetta eru forréttindi. Við reynum að njóta síðustu dagana hér í Rotterdam," sagði Sara að lokum.


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner