Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. júlí 2017 20:30
Arnar Daði Arnarsson
Stelpurnar okkar ofdekraðar - Þurfa ekki að þrífa eftir sig
Sara Björk sprakk úr hlátri þegar Ingibjörg sagði gott að þurfa ekki að þrífa eftir sig.
Sara Björk sprakk úr hlátri þegar Ingibjörg sagði gott að þurfa ekki að þrífa eftir sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins segir að þrátt fyrir dapurt gengi inn á vellinum hafi tíminn í Hollandi og á Gullna túlipananum í Ermelo þar sem liðið hefur verið í rúmlega viku verið frábær.

„Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að vera með öllum hópnum, ekki bara stelpunum heldur líka þeim sem eru í kringum okkur," sagði Sara Björk og bætti við.

„Við erum alveg ofdekraðar að vera með þessu liði."

Ingibjörg Sigurðardóttir er nýliði í íslenska landsliðshópnum og hún tók undir með Söru.

„Maður þarf ekki einu sinni að þrífa neitt eftir sig á hótelinu," sagði Ingibjörg.


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner