þri 25. júlí 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan kallar Dag Austmann til baka úr láni (Staðfest)
Dagur er kominn aftur í Stjörnuna.
Dagur er kominn aftur í Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur kallað hinn 19 ára gamla Dag Austmann Hilmarsson til baka úr láni frá Aftureldingu.

Dagur er miðju- og varnarmaður, en hann á að baki leiki með U19 og U17 ára landsliði Íslands.

Hann hefur í sumar spilað 13 leiki fyrir Aftureldingu, sem er að berjast við efstu liðin í 2. deild karla.

Stjarnan hefur kallað Dag til baka fyrir seinni hlutann í Pepsi-deild karla. Stjarnan er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, en þeir ætla að reyna að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Tvíburabróðir Dags, hann Máni, hefur spilað nokkra leiki með Stjörnunni í sumar. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum, þar af sex í Pepsi-deild karla, og hann hefur skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner