Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ekki sáttur með 2 stig úr ferðalögum sínum á Vesturland síðustu fjóra daga. Eftir frábærar fyrstu 25 mínútur Blika dró aðeins úr sóknarþunga þeirra. Var það þreyta eða eitthvað annað?
"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"
"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"
"Mér fannst vanta gæði á þessum margumrædda síðasta þriðjungi hvort sem þar var um að ræða sentera, bakverði eða miðjumenn. Jafntefli duga lítið fyrir okkur og nú þurfa menn að girða sig í brók og fá meiri ákefð og greddu eins og stundum er sagt"
Ólafur vildi minna fréttaritara á að töluvert væri eftir af mótinu þegar hann spurði hvort að ekki væri að miklu að keppa að ná þriðja sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti:
"Ég heyri að þú vilt ekki hafa FH og KR í þessu! Þetta er ennþá fjögra liða barátta og hver er sinnar gæfu smiður."
Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um leikjaálagið hjá Breiðablik, fína frammistöðu varnarmanna sinna og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir