Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 25. ágúst 2015 11:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Vona að við getum náð samkomulagi
Leikmaður 18. umferðar - Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Tokic í leiknum á laugardag.
Tokic í leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er mjög ánægður og stoltur af mér og liðinu. Þetta var mikilvægur sigur," sagði Hrvoje Tokic framherji Víkings Ólafsvíkur við Fótbolta.net í dag.

Tokic skoraði bæði mörk Víkings í 2-1 sigri á Þór á laugardaginn og er nú kominn með sex mörk í átta leikjum síðan hann kom til Víkings Ólafsvíkur í júlí.

„Þjálfarinn (Ejub Purisevic) hringdi í mig þegar ég var að spila í Króatíu. Ég var markahæstur í króatísku deildinni (næstefstu deild) og vildi prófa að spila annars staðar. Ég var ánægður með að koma hingað."

„Þetta er öðruvísi fótbolti en ég er vanur í Króatíu. Í Króatíu er meiri taktík og boltinn er ekki jafn harður þar. Hér er meira um tæklingar og hver leikur eins og stríð. Ég kann vel við það."


Tokic skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu í fyrsta leik sínum með Ólafsvíkingum gegn Selfossi í síðasta mánuði.

„Það var draumabyrjun. Ég hef spilað í Króatíu, Austurriíki og Kýpur og skorað falleg mörk en þetta er í fyrsta yfir öðru sæti yfir fallegustu mörkin."

Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að einn sigur í síðustu fjórum umferðunum dugir fyrir Víking til að komast upp í Pepsi-deildina.

„Ég vona að við munum fara upp í Pepsi-deildina. Við eigum fullkominn möguleika á því. Við erum með gott lið og ég tel að við getum líka staðið okkur vel í Pepsi-deildinni," sagði Tokic sem vill vera áfram hjá Víkingi næsta sumar.

„Ég ætla að tala við formanninn. Ég er ánægður hér og allt er fullkomið. Allir eru mjög vingjarnlegir. Ég vona að við getum náð samkomulagi um að ég verði áfram en við sjáum til."

Næsti leikur Ólafsvíkinga í 1. deildinni er gegn Grindavík eftir viku en áður en að því kemur tekur liðið þátt í evrópukeppni félagsliða í Futsal. Riðillinn er í Ólafsvík en Víkingar mæta KF Flamurtari Vlorë í fyrsta leik í kvöld í beinni á Sport Tv.

„Þetta verður skemmtilegt. Ég veit ekki hvað ég spila mikið. Kannski spila ég bara fimm mínútur af þvi að við eigum marga unga leikmenn sem geta líka spilað. Þjálfarinn ákveður þetta," sagði Tokic að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Leikmaður 15. umferðar - William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Leikmaður 17. umferðar - Jóhann Helgason (KA)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner