Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. ágúst 2015 21:06
Elvar Geir Magnússon
Futsal: Albanarnir refsuðu Ólsurum - Hamborg vann
Hamborg Panthers vann Differdange.
Hamborg Panthers vann Differdange.
Mynd: Hamborg Panthers
Fyrsta umferðin í E-riðli forkeppni UEFA Futsal Cup er lokið en riðillinn er leikinn í Ólafsvík. Hamborg Panthers frá Þýskalandi og Flamurtari Vlore frá Albaníu fögnuðu sigrum en þessi tvö lið eigast við á morgun klukkan 17.

Hamborgarliðið, sem fyrirfram er talið það sterkasta í riðlinum, vann 6-2 sigur gegn Differdange frá Lúxemborg. Differdange skoraði eina markið í fyrri hálfleik en þýska liðið mætti gríðarlega öflugt í seinni hálfleikinn og vann góðan sigur. Stefan Winkel skoraði þrennu.

Víkingur Ólafsvík tapaði 1-5 fyrir Flamurtari Vlorë frá Albaníu. Albanska liðið lék öfluga vörn, var gríðarlega beitt fram á við og refsaði með hröðum sóknum. Heppnin var ekki með heimamönnum sem áttu þrívegis skot í tréverkið og klúðruðu víti.

Besti maður vallarins var Djovani Kocovic sem skoraði þrennu en mark Ólafsvíkurliðsins skoraði Kenan Turudija úr vítaspyrnu þegar hann minnkaði muninn í 1-5. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var rekinn upp í stúku snemma í seinni hálfleik fyrir að mótmæla dómgæslunni.

Keppni verður framhaldið á morgun en Víkingur Ólafsvík mætir þá Differdange 19:30.

Allir leikir riðilsins eru sýndir í beinni útsendingu á Sport TV

Þriðjudagur 25. ágúst
Hamburg Panthers 6 - 2 Differdange
Víkingur Ó. 1 - 5 KF Flamurtari Vlorë

Miðvikudagur 26. ágúst
17:00 KF Flamurtari Vlorë - Hamburg Panthers
19:30 Víkingur Ó. - FC Differdange 03

Föstudagur 28. ágúst
17:00 FC Differdange 03 - KF Flamurtari Vlorë
19:30 Hamburg Panthers - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner