Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. ágúst 2015 10:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Man Utd til í að borga 240 miljlónir punda fyrir Neymar
Powerade
Neymar er ekki ódýr.
Neymar er ekki ódýr.
Mynd: Getty Images
Pogba er á óskalista Chelsea.
Pogba er á óskalista Chelsea.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Manchester United er tilbúið að eyða samtals 240 milljónum punda til að kaupa Neymar frá Barcelona. (Sun)

Chelsea ætlar að reyna áfram að fá Paul Pobga frá Juventus þrátt fyrir að hann sé með 70 milljóna punda verðmiða. Jose Mourinho vill fá Pogba þar sem hann hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Nemanja Matic og Cesc Fabregas. (Evening Standard)

Arsenal er að íhuga að snúa sér að Edinson Cavani framherja PSG eftir að Karim Benzema útilokaði að fara frá Real Madrid. (Daily Mirror)

Manchester City hefur fengið samkeppni í baráttunni um Kevin De Bruyne leikmann Wolfsburg. FC Bayern vill krækja í De Bruyne fyrir næsta tímabil. (Telegraph)

Victor Moses, Aaron Lennon og Adnan Januzaj eru allir á óskalista West Ham. (Evening Standard)

Framtíð Dick Advocaat hjá Sunderland er í hættu eftir að hann gagnrýndi Ellis Short eiganda félagsins. (Daily Mail)

Advocaat vill fá tvo eða þrjá nýja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Guardian)

John Stones er að íhuga að óska eftir sölu frá Everton til að þrýsta félagaskiptum sínum til Chelsea í gegn. (Times)

Pedro segist hafa hafnað tilboðum frá Manchester City og Manchester United áður en hann gekk í raðir Chelsea. Pedro segist hafa valið Chelsea þar sem þeir bláklæddu sýndu mestan áhuga. (Telegraph)

WBA vill fá Jonny Evans frá Manchester United. (Talksport)

West Ham gæti fengið Emmanuel Adebayor á láni frá Tottenham en síðarnefnda liðið borgar áfram laun hans. (Daily Mirror)

Jasper Cillessen, markvörður Ajax, hefur útilokað að taka við markvarðar stöðunni hjá Manchester United af David De Gea. (Talksport)

Real Madrid hefur sagt Manchester United að Gareth Bale sé ekki til sölu. (ESPN)

Bournemouth og Sunderland eru að berjast um Jonathan de Guzman leikmann Napoli en hann var áður á mála hjá Swansea. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner