Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. ágúst 2015 20:39
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin: Kári og félagar slógu út Celtic - Birkir úr leik
Kári og félagar tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni.
Kári og félagar tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Kári Árnason verður fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir að Malmö sló út Celtic í lokaumferð forkeppninnar í kvöld. Kári spilaði allan leikinn er Malmö vann 2-0 sigur gegn Skotlandsmeisturunum í Svíþjóð og 4-3 samanlagðan sigur. Það var Markus Rosenberg sem kom Malmö yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og snemma í seinni hálfleik gerði Felipe Carvalho svo gott sem út um Evrópudrauma Celtic.

Ljóst er að úrslitin eru mikið reiðarslag fyrir Celtic, sem hefur tekið þátt í Meistaradeildinni undanfarin ár. Skosku meistararnir slógu út Stjörnuna fyrr í sumar í undankeppninni.

Birkir Bjarnason þarf hins vegar að sætta sig við að spila ekki í Meistaradeildinni í ár. Hann og liðsfélagar hans í Basel eru óvænt úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael í kvöld, en ísraelska liðið fer áfram á útivallarmörkum eftir að hafa náð að knýja fram 2-2 jafntefli í Sviss.

Basel hefur gert fína hluti í Evrópu undanfarin ár og úrslit kvöldsins ekki síður vonbrigði fyrir þá heldur en Celtic. Birkir var í byrjunarliði Basel en fór af velli eftir rúman klukkutíma.

Þá fóru Dinamo Zagreb, Valencia og Shakhtar Donetsk einnig áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Dinamo Zagreb 4 - 1 Skenderbeu (6-2 samtals)
1-0 El Arbi Soudani ('9 )
1-1 Esquerdinha ('10 )
2-1 Armin Hodzic ('15 )
3-1 Jeremy Taravel ('55 )
4-1 El Arbi Soudani ('80 )
Rautt spjald:Goncalo, Dinamo Zagreb ('48)

Malmo FF 2 - 0 Celtic (4-3 samtals)
1-0 Markus Rosenberg ('23 )
2-0 Felipe Carvalho ('54 )

Maccabi T-A 1 - 1 Basel (3-3 samtals)
0-1 Luca Zuffi ('11 )
1-1 Eran Zahavi ('24 )

Shakhtar D 2 - 2 Rapid (3-2 samtals)
1-0 Marlos ('10 )
1-1 Louis Schaub ('13 )
1-2 Steffen Hofmann ('22 )
2-2 Oleksandr Gladkiy ('27 )
Rautt spjald:Mario Sonnleitner, Rapid ('88)

Monaco 2 - 1 Valencia (3-4 samtals)
0-1 Alvaro Negredo ('4 )
1-1 Andrea Raggi ('17 )
2-1 Elderson Echiejile ('75 )

Athugasemdir
banner
banner