þri 25. ágúst 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Leikmenn Víðis í Garði ringlaðir í áskorun
Mynd: Fótbolti.net
Leikmenn Víðis í Garði tóku í gærkvöldi þátt skemmtilegri áskorun sem ber nafnið #Dizzygoals.

Góðgerðarsamtökin The Global Goals eru á bakvið áskorunina en frægir aðilar eins og Gareth Bale, Gary Lineker, Alan Shearer spreytt sig í áskoruninni að undanförnu sem og leikmenn Tottenham og Liverpool.

Áskorunin felst í sér að leikmenn hlaupi þrettán hringi í kring um fótbolta áður en þeir taka víti. Þetta er gert til að rugla jafnvægisskyn leikmannana.

Víðismenn eru þeir fyrstu sem taka þátt í áskoruninni á Íslandi svo vitað sé. Allir leikmenn Víðis áttu erfitt með að fóta sig eftir snúninginn en enduðu þó flestir á að setja boltann í autt netið.

Myndböndin er hægt að sjá á Facebooksíðu Víðis

Nánar um áskorunina
Athugasemdir
banner
banner
banner