banner
   þri 25. ágúst 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Uppselt í íslenska hólfið í Hollandi - Ert þú á leið út?
Icelandair
Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson.
Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir 2.800 miðarnir sem stuðningsmenn Íslands fengu á leik Hollands og Íslands sem fer fram í Amsterdam 3. september eru núna uppseldir. Frá þessu er greint í DV.

Einhverjir stuðningsmenn eru einnig á biðlista að sögn Klöru Bjartmarz.

Bætt var við flugferðum til Amsterdam og má búast við mikilli Íslendingastemningu í borginni enda troðfullar vélar á leiðinni út.

Sölubás á Laugardalsvelli á mánudag
Áfram Ísland verður með opinn sölubás (treflar, húfur, derhúfur, bolir, fánar, landsliðstreyjur o.fl) á Laugardalsvelli mánudaginn 31.ágúst frá 15-19 (margs konar tilboð í gangi).

„Við viljum vera sýnileg á vellinum í Amsterdam og ef þú ert á leiðinni til Hollands er tilvalið að kíkja til okkar og dressa sig upp fyrir leikinn. Við verðum einnig með vörur til sölu á DAM torginu í Amsterdam fyrir leik en það er vissara að vera búinn að tryggja sér varning.
Kv, ÁFRAM ÍSLAND,"
segir í tilkynningu.

Hópurinn opinberaður á föstudag
Á föstudag verður landsliðshópur Íslands fyrir þennan stórleik opinberaður á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Fótbolti.net verður með fréttamenn á staðnum.

Þegar fjórar umferðir eru eftir í riðlinum er Ísland á toppnum með 15 stig, fimm stigum á undan Hollandi sem er í þriðja sæti.

Fulltrúar Fótbolta.net fljúga til Hollands á sunnudaginn og verður fjölbreytt og skemmtilegt efni á síðunni fram að leik.
Athugasemdir
banner
banner