Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. ágúst 2015 11:00
Fótbolti.net
Úrvalslið 18. umferðar í 1. deild - Ólsarar á leið upp
Ævar Ingi skoraði tvö fyrir KA.
Ævar Ingi skoraði tvö fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík steig stórt skref í átt að Pepsi-deildinni með 2-1 sigri á Þór í 18. umferð 1. deildarinnar um helgina. Hrvoje Tokic skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga og hann er í úrvalsliði umferðarinnar líkt og liðsfélagi hans Björn Pálsson.

Terrance William Dieterich og Alexander Freyr Sindrason hjálpuðu Haukum að vinna Gróttu á útivelli og þeir Richard Sæþór Sigurðsson og Halldór Arnarsson hjálpuðu Selfyssingum að ná mikilvægu stigi í botnbaráttunni.

Ævar Ingi Jóhannesson skoraði tvö mörk fyrir KA í útisigri á BÍ/Bolungarvík og þar var Davíð Rúnar Bjarnason einnig öflugur í vörninni.

Marko Valdimar Stefánsson og Matthías Örn Friðriksson voru öflugir þegar Grindavík lagði HK í Kórnum og Magnús Már Lúðvíksson var besti maður vallarins þegar Þróttur og Fram gerðu jafntefli.


Úrvalslið 18. umferðar:
Terrance William Dieterich (Haukar)

Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Halldór Arnarsson (Selfoss)

Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Magnús Már Lúðvíksson (Fram)

Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Ævar Ingi Jóhannesson (KA)

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið
Athugasemdir
banner
banner
banner