Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. ágúst 2016 20:42
Gunnar Karl Haraldsson
1. deild kvenna: Tindastóll vann Völsung
Tindastólskonur fagna einu af mörkum sínum í sumar.
Tindastólskonur fagna einu af mörkum sínum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Völsungur 1 - 2 Tindastóll
0-1 Kasey Wyer (´25)
0-2 Vigdís Edda Friðriksdóttir (´56)
1-2 Hafrún Olgeirsdóttir (´72)

Einum leik var að ljúka í C-riðli í 1.deild kvenna en þar fengu Völsungskonur lið Tindastóls í heimsókn á Húsavík. Lið Tindastóls var fyrir leikinn búnar að tryggja sér sigurinn í riðlinum meðan að Völsungur sat fast á botni deildarinnar.

Það var Kasey Wyer sem kom Tindastól yfir á 25. mínútu leiksins. Vigdís Edda Friðriksdóttir sem bætti við öðru markinu á 56.mínútu. Völsungskonur náðu að minnka muninn í 1-2 og var það Hafrún Olgeirsdóttir á 72. mínútu.

Tindastóll er í 1.sæti með 25 stig eftir tíu leiki og eru búnar að vinna C-riðilinn. Völsungur lýkur hins vegar leiktíðinni með aðeins þrjú stig á botni deildarinnar eftir sigur á Hömrunum á Akureyri.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner