banner
   fim 25. ágúst 2016 12:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Pistill: Hversu mikla þolinmæði mun Klopp fá?
Klopp er líflegur á hliðarlínunni.
Klopp er líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Óstöðugleiki er stærsta vandamál Liverpool.
Óstöðugleiki er stærsta vandamál Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jonathan Wilson skrifar áhugaverðan pistil á Guardian sem ber titilinn „How long will Liverpool keep faith with Jurgen Klopp?" - Pistilinn má sjá í íslenskri þýðingu hér að neðan.



Hversu langur tími á að líða þar til eðlilegt geti talist að missa trú á knattspyrnustjóra? Hversu fljótt eiga framfarir að sjást? Þetta eru ekki spurningar sem auðvelt er að svara - Þetta eru spurningar sem virðiast vera mjög háðar samhengingu.

Tökum Liverpool. Á laugardaginn snýr Jurgen Klopp aftur á White Hart Lane, völlinn þar sem hann stýrði sínum fyrsta úrvalsdeildarleik í október síðastliðnum. Tilfinningin þá var að Liverpool hefði gert stóra hluti með því að landa einum mest spennandi stjóra í Evrópu. Fjöldi stuðningsmanna, beggja liða, fyllti bílaplanði til að fá myndir af Klopp koma úr liðsrútunni. Í Liverpool-hlutanum voru borðar sem á stóð “Liverpool Über Alles”, “Jurgen, Wir Glauben,” og “Jurgen’s Reds – Scouse nicht Englisch. Annar var með andlitsmynd af klopp og skilaboðunum „Við trúum". Tuttuguogþrír ljósmyndarar umkringdu Liverpool bekkinn þegar Klopp tók sér stöðu áður en leikur hófst.

Tíu mánuðir eru liðnir og Klopp er ekki minna vinsæll. Í sumar skrifaði hann undir endurbættan samning til 2022. Ef einhverjar mótmælaraddir hafa verið þá hafa þær verið hljóðlátar og fáar. Sem er kannski svolítið furðulegt því jafnvel Klopp virtist hissa í viðtali í síðustu viku.

Undir stjórn Kopp hefur Liverpool fengið 1,59 stig að meðaltali á leik. Undir Brendan Rodgers fékk Liverpool 1,88 stig. Svo veik tölfræði segir ekki alla söguna. Það eru skiptar skoðanir á því hvort Klopp sé að lagfæra réttu vandamálin sem forveri hans skildi eftir sig. Það getur gerst þegar þú breytir liði að það fari skref aftur áður en það fer áfram. Klopp, í áðurnefndu viðtali, segir að hans leið sé að þjálfa menn frekar en að kaupa dýra leikmenn. Það er ekki snögg lagfæring en heillandi að Klopp fái þessa þolinmæði.

Að vissu leyti lýsir þetta Liverpool vel. Það er í tísku hjá stuðningsmönnum að krefjast fórna um leið og einhver vandamál koma upp, eitthvað sem Sir Alex Ferguson talaði eftirminnilega um að væri raunveruleikasjónvarpi að kenna og því almenningsáliti að það ætti að fá að greiða símaatkvæði um að reka einhvern alltaf þegar þeim leiðist. Sagan sýnir hinsvegar að bestu stjórarnir tóku sinn tíma.

Á fyrstu tímabilum Brian Clough hjá Derby County og Nottingham Forest endaði hann í neðri helmingnum. Innan fimm ára hafði hann unnið deildina með Derby, það tók þrjú hjá Forest. Ferguson var á sjöunda ári hjá Manchester United þegar hann vann deildina í fyrsta sinn; Herbert Chapman var á sínu sjötta hjá Arsenal. Don Revie rétt náði að forðast fall á sínu fyrsta tímabili hjá Leeds; það tók hann þrjú ár að komast upp, sami tími og það tók Bill Shankly hjá Liverpool (jafnvel þó lið hans endaði í þriðja sæti B-deildarinnar og var sæti frá því að komast upp tvö ár í röð).

Leikurinn er öðruvísi núna og áhrif peningana eru þau að reksturinn er allt öðruvísi. Möguleikinn að valda vonbrigðum hræðir stjórnarformenn og eigendur. Oft kemur fljótt í ljós að knattspyrnustjórinn og félagið passa einfaldlega ekki saman og þegar það er málið eru snögg sambandsslit besta lausnin fyrir alla.

Sunderland hefur gert það að hefð að slátra stjóranum árlega. En að hugsa út í það ef Clough, Shankly, Revie og Ferguson hefðu byrjað í núverandi umverfi fær mann til að hugsa út í það hversu mörgum frábærum stjóraferlum hefur verið slökkt í áður en þeir hófust.

Það eru miklar væntingar til Klopp, að hluta til vegna karakters hans, að hluta vegna afreka hans hjá Mainz og Borussia Dortmund og að hluta vegna þess að á köflum hefur Liverpool spilað snilldarlega. Þegar Liverpool lék vel síðasta tímabil lék liðið mjög vel - í sigrunum tveimur gegn Manchester City eða í Evrópudeildinni gegn Villarreal og Dortmund. Að auki var fótboltinn hjá liðinu stórskemmtilegur. Ef Liverpool getur fundið stöðugleika í sinni spilamennsku yrði liðið eitt það allra besta.

Óstöðugleikinn er vandamálið. Liverpool lék snilldarlega í 20 mínútur (gegn reyndar andstæðingi sem sýndi litla mótspyrnu) eftir hálfleikinn gegn Arsenal í fyrstu umferð og það nægði til að vinna 4-3 sigur. Hinar 70 mínúturnar voru ekki góðar, eitthvað sem endurspeglaðist svo enn skýrar í 2-0 tapinu gegn Burnley á laugardag.

Við vitum að Liverpool getur sótt ef andstæðingurinn er ofarlega á vellinum og skilur eftir sig svæði fyrir aftan. Þeir geta unnið líkamlega baráttu gegn liðum sem eru ekki vön bardögum. En getur það varist? Getur það brotið niður lið sem liggur aftarlega og er með varnarlínuna þétt? Geta þeir raunverulega breytt Jordan Henderson í Sergio Busquets?

Klopp verður að finna lausnir (og Emre Can gæti orðið einföld lausn varðandi síðustu spurninguna). Það gæti verið að úrslitin gegn Burnley hafi verið slys, nytsamleg viðvörunarljós sem hjálpar að klára verkið. En ef þau voru það ekki, ef Liverpool heldur áfram að sveiflast á milli þess að vera frábærir eða hefðbundnir eins og á síðustu leiktíð, þá verður spennandi að sjá hversu lengi þolinmæðin í garð stjórans mun endast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner