Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. ágúst 2016 14:56
Magnús Már Einarsson
Breiðablik skoraði fimm í Wales
Svava Rós skoraði fyrsta markið í dag.
Svava Rós skoraði fyrsta markið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 5 - 0 NSA Sofia
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('30)
2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('34)
3-0 Fanndís Friðriksdóttir ('40)
4-0 Esther Arnarsdóttir ('43)
5-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('90+1)

Breiðablik burstaði NSA Sofia frá Búlgaríu 5-0 í Meistaradeild kvenna í dag. Um var að ræða annan leik Blika í undanriðli Meistaradeildarinnar en riðillinn fer fram í Wales.

Breiðablik er með fjögur stig eftir tvo leiki en liðið gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik í fyrradag.

Síðasti leikur Blika er gegn heimastúlkum í Cardiff á sunnudag. Cardiff mætir Spartak Subotica síðar í dag.

Eitt lið fer áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar og því verður mikið undir í lokaleik Blika á sunnudag.

Staðan í riðlinum:
1. Breiðablik 4 stig eftir 2 leiki
2. Cardiff 3 stig eftir 1 leik
3. Spartak Subotica 1 stig eftir 1 leik
4. NSA Sofia 0 stig eftir 2 leiki
Athugasemdir
banner
banner