Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. ágúst 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Evrópudeildin í dag - Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni
Hólmar Örn spilar með Rosenborg.
Hólmar Örn spilar með Rosenborg.
Mynd: Getty Images
Elías Már er kominn til Gautaborg.
Elías Már er kominn til Gautaborg.
Mynd: Getty Images
Það eru 22 leikir á dagskrá í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hjálmar Jónsson, Elías Már Ómarsson og félagar í Gautaborg mæta Qarabag en sænska liðið vann fyrri leikinn, 1-0.

Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby fá það verðuga verkefni að vinna til baka, 3-0 tap gegn Grikkjunum í Panathinaikos. Rúnar Már og félagar í Grasshopper fá svipað verkefni gegn Fenerbahce á meðan Hólmar Örn, Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Þórarinsson og Rosenborg fá Austria Wien í heimsókn en austurríska liðið leiðir, 1-0 eftir fyrri leikinn.

West Ham gerði 1-1 jafntefli við rúmenska liðið Astra Giurgiu en enska liðið er í góðri stöðu enda heimaleikurinn eftir. Loks fær Rapid Wien, með Arnór Ingva Traustason innanborðs, Trencin frá Slóvakíu í heimsókn en Arnór og félagar unnu fyrri leikinn, 4-0.

Leikir dagsins:
16:30 Qarabag - Gautaborg
17:00 Bröndby - Panathinaikos
17:00 Grasshopper - Fenerbahce
17:00 Liberec - Larnaca
17:00 Rosenborg - Austria Wien
17:30 Partizani - Krasnodar
18:00 Anderlecht - Slavia Prague
18:00 Az Alkmaar - Vojvodina
18:00 Bate Borisov - Astana
18:00 Genk - Lokomotiva
18:00 Shkendija - Gent
18:00 Osmanlispor - Midtjylland
18:00 PAOK - Dinamo Tbillsi
18:00 Slavia Prague - SonderjuskeE
18:15 Maribor - Qabala
18:30 Crvena Zvezda - Sassuolo
18:30 Hajduk Split - Maccabi Tel Aviv
18:45 Olympiacos - Arouca
18:45 Saint-Etienne - Beitar Jerusalem
18:45 West Ham - Astra Giurgiu
19:00 Shaktar Donetsk - Istanbul Basaksehir
19:05 Rapid Wien - Trencin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner