Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. ágúst 2016 19:58
Gunnar Karl Haraldsson
Inkasso deildin: Grindavík færist nær Pepsí-deildinni
Sindri Björnsson tryggði Leikni þrjú stig í kvöld.
Sindri Björnsson tryggði Leikni þrjú stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld. Grindavík gat nánast gulltryggt sér Pepsí-deildarsæti að ári þegar þeir heimsóttu Selfoss. Leikurinn endaði 1-1 og skoraði Selfoss jöfnunarmarkið á 86. mínútu úr vítaspyrnu.

Það var Reykjavíkurslagur á Leiknisvelli í kvöld. Bæði lið höfðu um lítið að keppa. Það voru Leiknismenn sem komust yfir með marki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni á 58. mínútu leiksins. Leikmönnum Fram tókst hins vegar að jafna leikinn á 81.mínútu. En Sindri Björnsson kláraði leikinn á 87.mínútu og þar með sat, 2-1 sigur Leiknis.

Keflavík fékk Hauka í heimsókn á Nettóvöllinn í kvöld. Það var einungis eitt mark skorað og var það Frans Elvarsson sem skoraði á 17.mínútu leiksins.

Úrslit kvöldsins:

Selfoss 1 - 1 Grindavík
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('72)
1-1 Ivan Martinez Gutierrez ('86, víti)

Leiknir R. 2 - 1 Fram
1-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('58)
1-1 Orri Gunnarsson ('81)
2-1 Sindri Björnsson ('87)

Keflavík 1 - 0 Haukar
1-0 Frans Elvarsson ('17)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner