Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. ágúst 2016 10:39
Magnús Már Einarsson
Jasper Cillessen til Barcelona (Staðfest)
Cillessen er kominn til spænsku meistaranna.
Cillessen er kominn til spænsku meistaranna.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur keypt markvörðinn Jasper Cillessen frá Ajax á 13 milljónir evra eða 11 milljónir punda.

Hinn 27 ára gamli Cillessen hefur verið í hollenska landsliðinu undanfarin ár.

Hann skrifaði undir fimm ára samning hjá Barcelona eftir að hafa staðist læknisskoðun í morgun.

Þessi félagaskipti þýða að Claudio Bravo, markvörður Barcelona, er á leið til Manchester City.

City greiðir 17 milljónir punda fyrir hinn 33 ára gamla Bravo en hann skrifar líklega undir samning í Englandi fyrir helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner