fim 25. ágúst 2016 16:54
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: Guardiola gegn Barca - Birkir mætir Arsenal
Pep Guardiola fer á gamlar heimaslóðir með Manchester City.
Pep Guardiola fer á gamlar heimaslóðir með Manchester City.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í erfiðum riðli.
Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í erfiðum riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leicester fékk þægilegan riðil.  Kasper Schmeichel fer meðal annars heim til Danmerkur.
Leicester fékk þægilegan riðil. Kasper Schmeichel fer meðal annars heim til Danmerkur.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fer á gamlar heimaslóðir því liðið er með Barcelona í C-riðli. Gladbach og Celtic eru líka í sama riðli.

Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í erfiðum riðli en andstæðingarnir þar eru PSG, Arsenal og Ludogorets Razgrad.

Real Madrid og Borussia Dortmund eru saman í F-riðli og D-riðillinn er líka áhugaverður en þar eru meðal annars FC Bayern og Atletico Madrid.

Tottenham var í þriðja styrkleikaflokki en stuðningsmenn liðsins eru ánægðir með dráttinn þar sem andstæðingarnir verða CSKA Moskva, Bayer Leverkusen og Monaco.

Englandsmeistarar Leicester geta líka fagnað yfir drættinum en þeir eru í G-riðli með Porto, Club Brugge og FC Kaupmannahöfn.

Ítölsku meistararnir í Juventus eru með Evrópudeildarmeisturum Sevilla í H-riðli en þar eru einnig Lyon og Dinamo Zagreb.

Fyrstu leikirnir í riðlakeppninni verða 13/14. september næstkomandi.

A-riðill:
PSG
Arsenal
Basel
Ludogorets Razgrad

B-riðill:
Benfica
Napoli
Dynamo Kiev
Besiktas

C-riðill:
Barcelona
Manchester City
Gladbach
Celtic

D-riðill:
FC Bayern
Atletico Madrid
PSV Eindhoven
Rostov

E-riðill:
CSKA Moskva
Bayer Leverkusen
Tottenham
Monaco

F-riðill:
Real Madrid
Borussia Dortmund
Sporting Lissabon
Legia Varsjá

G-riðill:
Leicester
Porto
Club Brugge
FC Kaupmannahöfn

H-riðill:
Juventus
Sevilla
Lyon
Dinamo Zagreb
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner