Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. ágúst 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho vill ekki selja Jones til Arsenal
Powerade
Phil Jones.
Phil Jones.
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho gæti farið til Stoke.
Mamadou Sakho gæti farið til Stoke.
Mynd: Getty Images
Innan við vika er í að félagaskiptaglugginn loki og ensku slúðurblöðin eru í miklu stuði í dag.



Chelsea hefur boðið 35 milljónir punda í Alesseio Romagnoli varnarmann AC Milan. (Daily Mail)

Daniel Sturidge er pirraður út í Jurgen Klopp yfir því að fá ekki að spila meira sem fremsti maður hjá Liverpool. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að hafna öllum tilboðum frá Arsenal í Phil Jones því hann vill ekki stunda viðskipti við Arsene Wenger. (Evening Standard)

Mourinho hefur sagt Anthony Martial að fara að einbeita sér meira að fótboltanum en persónulega lífinu. (Sun)

Arsenal hefur rætt við Sporting Lisabon um að fá framherjann Islam Slimani. (HITC)

Philippe Senderos, fyrrum varnarmaður Arsenal, er á leið til Rangers. (Daily Express)

Southampton ætlar að kaupa miðjumanninn Sofiane Boufal frá Lille á 20 milljónir punda. Hann verður þá dýrasti leikmaðurinn í sögu Southampton. (Daily Mirror)

Stoke vill fá Mamadou Sakho á láni frá Liverpool. (Daily Telegraph)

Juventus ætlar að reyna að fá Blaise Matuidi miðjumann PSG en hann á að fylla skarðið sem Paul Pogba skilur eftir sig. (Le Parisien)

Manchester United gæti leyft Bastian Schweinsteiger að fara frítt eftir að hann sagði að United sé eina evrópska félagið sem hann vill spila fyrir. (Guardian)

Arsenal og Leicester eru að berjast um Marcel Tisserand, varnarmann Monaco. (Daily Mirror)

Arsenal vill fá Chancel Mbemba, varnarmann Newcastle. (Bleacher Report)

West Ham hefur hafið viðræður við Chelsea um að fá Loic Remy á láni. (Sky Sports)

PSG hefur lánað markvörðinn Salvatore Sirigu til Sevilla. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner