Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. ágúst 2016 10:45
Magnús Már Einarsson
Nabil Bentaleb til Schalke á láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Schalke hefur fengið miðjumanninn Nabil Bentaleb í sínar raðir á láni frá Schalke.

Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Bentaleb er ekki í áætlunum Mauricio Pochettino hjá Tottenham og á dögunum var ljóst að hann myndi fara frá félaginu.

Hinn 21 árs gamli Bentaleb kom inn í aðallið Tottenham árið 2013 og spilaði talsvert í kjölfarið.

Alsíringurinn spilaði hins vegar einungis fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabii undir stjórn Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner